Um Víf

Víf ehf. var stofnað í apríl 2010 kt. 680410-0540 VSK nr. 106414.
Eigendur eru Helgi Gunnlaugsson og Ragnheiður Sigurðardóttir.
Við erum í Brattholti 17, Mosfellsbæ.

Við framleiðum handsmíðaða skartgripi mest megnis úr sterling silfri.

Þar sem skartið er handsmíðað er enginn hlutur alveg eins þó hugmyndin sé sú sama og gerir það gripinn því eftirsóknarverðari heldur en sé hann steyptur.
Ýmsir gripir sem við smíðum eru með vísan í íslenska náttúru og eru þeir oft skreyttir íslenskum steinum.

2013 hófum við samstarf við gullsmíðameistarann Ingibjörgu Sigurbjörnsdóttur og byrjuðum með námskeið í silfursmíði, sem hafa verið afskaplega vinsæl og á hagsæðu verði.
Aðstaðan hjá okkur er til fyrirmyndar, hver og einn nemandi hefur öll helstu verkfæri við hendina og einungis eru sex nemendur í einu með tvo leiðbeinendur, Ingibjörgu og Helga.

Víf hefur verið einstaklingum sem eru að vinna með silfur innanhandar og selt þeim silfur og ýmsa íhluti s.s. klær, lása og zircon steina sem eru til í mörgum stærðum og litum. Einnig er til gott úrval af íslenskum steinum slípuðum og óslípuðum s.s. djúpalónsperlum, baggalút, agat og jaspis.
Einnig getum við útvegað verkfæri til silfursmíði.